For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for 5. mars.

5. mars

FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

5. mars er 64. dagur ársins (65. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 301 dagur er eftir af árinu.

  • 473 - Glycerius, varð Rómarkeisari.
  • 1279 - Litháar, undir stjórn stórfurstans Traidenis, sigruðu Þýsku riddarana í orrustunni við Aizkrauklė.
  • 1460 - Kristján 1. var kjörinn greifi af Holtsetalandi og hertogi af Slésvík og lýsti því þá yfir að héruðin skyldu ávallt fylgjast að.
  • 1496 - Hinrik 7. Englandskonungur gaf út leyfi til handa John Cabot og sonum hans sem heimilaði þeim að leita ókunnra landa.
  • 1638 - Frakkland og Svíþjóð gerðu með sér Hamborgarsamninginn sem kvað á um greiðslu til Svía fyrir hernaðaraðgerðir gegn Habsborgurum.
  • 1663 - Reigen tók við keisaratign í Japan af Go-Sai.
  • 1691 - Níu ára stríðið: Franskur her settist um spænska bæinn Mons.
  • 1770 - Fjöldamorðin í Boston: Fimm menn voru drepnir af breskum hersveitum. Þessi atburður varð einn af kveikjunum að bandarísku byltingunni fimm árum síðar.
  • 1865 - Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal brann. Arngrímur Gíslason listmálari málaði mynd af þessum atburði og telst hún vera fyrsta íslenska atburðamyndin.
  • 1912 - Fiskverkunarkonur í Hafnarfirði gerðu verkfall sem stóð í einhverjar vikur. Var það í annað skiptið sem konur fóru í verkfall á Íslandi en það fyrsta var árið 1907 þegar sömu konur fóru í dagsverkfall.
  • 1932 - Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hóf starfsemi sína.
  • 1933 - Nasistaflokkurinn í Þýskalandi fékk 44% greiddra atkvæða í þingkosningum.
  • 1938 - Aftaka norðanveður gerði og fuku bæjarhús í Húsavík í Norður-Múlasýslu af grunninum og höfnuðu niðri í fjöru. Fólk var í húsunum og þótti með ólíkindum að menn skyldu komast af.
  • 1940 - Katyn-fjöldamorðin voru framin í Katyn-skógi, skammt frá Smolensk.
  • 1946 - Winston Churchill hélt fræga ræðu þar sem hann nefndi Járntjaldið í fyrsta skipti.
  • 1970 - Ísland gerðist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA.
  • 1970 - Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum tók gildi eftir að 56 lönd höfðu undirritað hann.
  • 1971 - Alþýðubankinn hóf starfsemi sína. Hann varð síðar hluti af Íslandsbanka.
  • 1975 - Homebrew Computer Club hélt sinn fyrsta fund í Menlo Park, Kaliforníu. Einn viðstaddra var Steve Wozniak.
  • 1977 - Tom Pryce, velskur ökuþór, lét lífið í Formúlu 1-kappakstri í Suður Afríku. Hann lést samstundis þegar hann fékk slökkvitæki í höfuðið þegar hann var á u.þ.b. 250 km/klst. Brautarvörður hélt á slökkvitækninu þegar hann var að ganga yfir keppnisbrautina en varð fyrir bíl Pryce.
  • 1983 - Bob Hawke var kjörinn forsætisráðherra Ástralíu.
  • 1984 - Íran sakaði Írak um beitingu efnavopna.
  • 1993 - Bylgjan og Stöð 2 söfnuðu um 55 milljónum króna í landssöfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
  • 1993 - Palair flug 305 til Zürich hrapaði skömmu eftir flugtak í Skopje með þeim afleiðingum að 83 af 97 farþegum fórust.
  • 1998 - NASA tilkynnti að könnunarfarið Clementine hefði fundið nægilegt vatn í gígum á Tunglinu til að hægt væri að koma þar upp nýlendu. Þessar niðurstöður voru síðar dregnar í efa.
  • 2001 - Talíbanastjórnin í Afganistan lét sprengja merk Búddalíkneskin í Bamyan í tætlur vegna þess að þau væru óguðleg. Þessum verknaði var mótmælt um víða veröld.
  • 2009 - Dow Jones-vísitalan féll undir 7000 stig í fyrsta sinn frá 1997.
  • 2014 - Venesúela sleit öll stjórnmálatengsl við Panama og sakaði stjórn Panama um samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum.
  • 2015 - Liðsmenn Íslamska ríkisins hófu að eyðileggja hinar fornu borgir Nimrud, Hatra og Dur-Sharrukin í Írak.
  • 2022 - Flakið af könnunarskipinu Endurance sem sökk árið 1915 fannst við Suðurskautslandið.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
5. mars
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?