For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for 17. júlí.

17. júlí

JúnJúlíÁgú
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031
2024
Allir dagar


17. júlí er 198. dagur ársins (199. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 167 dagar eru eftir af árinu.

  • 330 f.Kr. - Daríus 3. var myrtur af Bessusi landstjóra í Baktríu.
  • 561 - Jóhannes 3. varð páfi.
  • 1086 - Knútur Danakonungur, Benedikt bróðir hans og fleiri voru myrtir í dómkirkjunni í Óðinsvéum eftir að kirkjugrið höfðu verið rofin.
  • 1203 - Krossfararriddarar úr Fjórðu krossferðinni réðust á Konstantínópel, lögðu borgina undir sig og rændu og rupluðu. Alexíus 3. Angelus Býsanskeisari flúði borgina og fór í útlegð.
  • 1212 - Orrustan við Navas de Tolosa. Kristnu konungsríkin á Spáni unnu öruggan sigur á Almóhödum.
  • 1310 - Friðarsamningar voru undirritaðir í Helsingjaborg milli Svía, Dana og Norðmanna.
  • 1328 - Davíð, krónprins Skotlands (síðar Davíð 2.) giftist Jóhönnu, dóttur Játvarðs 2. Englandskonungs. Hann var þá fjögurra ára en brúðurin nýorðin sjö ára.
  • 1385 - Karl 6. Frakkakonungur gekk að eiga Ísabellu af Bæjaralandi.
  • 1429 - Karl 7. var krýndur konungur Frakklands í Reims.
  • 1453 - Hundrað ára stríðinu lauk með sigri Frakka í orrustunni við Castillon.
  • 1505 - Norska ríkisráðið dæmdi Kai von Ahlefeldt frá hirðstjórn á Íslandi.
  • 1601 - Elísabet, dóttir Tycho Brahe, giftist aðalsmanninum Franz Tengnagel í Prag.
  • 1676 - Eiturmálið komst í hámæli í Frakklandi þegar Marie-Madeleine-Marguerite d'Aubray var tekin af lífi fyrir að hafa myrt föður sinn og bræður með eitri.
  • 1683 - Orrustunni um Penghu lauk á Taívan.
  • 1695 - Skotlandsbanki var stofnaður.
  • 1743 - Sunnefumál: Sunnefa Jónsdóttir lýsti því yfir á Alþingi að Hans Wium sýslumaður væri faðir að barninu sem hún ól á meðan hún var fangi hans, en ekki Jón bróðir hennar.
  • 1751 - Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, voru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
  • 1761 - Fyrsti áfangi Bridgewater-skurðarins var opnaður í Bretlandi.
  • 1762 - Katrín 2. varð einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var myrtur.
  • 1897 - Gullæðið í Klondike hófst.
  • 1918 - Nikulás 2. Rússakeisari, kona hans og börn ásamt þjónustufólki tekin af lífi í Ekaterínburg í Rússlandi.
  • 1930 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
  • 1932 - Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930.
  • 1936 - Spænska borgarastyrjöldin hófst.
  • 1942 - Orrustan um Stalingrad hófst.
  • 1945 - Potsdam-ráðstefnan hófst. Þar hitust Harry S Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til 2. ágúst.
  • 1946 - Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
  • 1963 - Minjasafnið á Akureyri héraðs- og byggðasafn Eyfirðinga, opnaði formlega við Aðalstræti 58 á Akureyri
  • 1969 - Bing Crosby leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
  • 1971 - Ítalía og Austurríki gerðu með sér samning um Suður-Týról.
  • 1975 - Mannað Appollógeimfar tengdist mönnuðu Sojúsgeimfari á braut um jörðu.
  • 1976 - Sumarólympíuleikar voru settir í Montréal.
  • 1979 - Einræðisherrann Anastasio Somoza Debayle í Níkaragva sagði af sér og flúði til Miami.
  • 1980 - Saddam Hussein var valinn forseti Íraks.
  • 1981 - Tvær göngubrýr á Hyatt Regency-hótelinu í Kansas City hrundu með þeim afleiðingum að 114 manns létust.
  • 1981 - Ísraelsher gerði sprengjuárás á byggingar í Beirút með þeim afleiðingum að 300 óbreyttir borgarar létust. Aðgerðin var fordæmd um allan heim.
  • 1987 - Dow Jones-vísitalan náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.
  • 1989 - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
  • 1989 - Bandaríska sprengjuflugvélin Northrop Grumman B-2 Spirit flaug jómfrúarflug sitt.
  • 1989 - Austurríki sótti um aðild að Evrópubandalaginu.
  • 1991 - Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.
  • 1992 - Slóvakíska þingið lýsti yfir sjálfstæði Slóvakíu.
  • 1994 - Brasilía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-2 sigri á Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.
  • 1995 - Samsetta Nasdaq-vísitalan lokaði í yfir 1000 stigum í fyrsta sinn.
  • 1996 - Samband portúgölskumælandi landa var stofnað.
  • 1996 - TWA flug 800 sprakk undan strönd Long Island í Bandaríkjunum. Allir um borð, 230 manns, fórust.
  • 1998 - Bandaríska kvikmyndin Það er eitthvað við Mary var frumsýnd.
  • 1998 - 120 lönd samþykktu stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
  • 1998 - Jarðneskum leifum Nikulásar 2. Rússakeisara og fjölskyldu hans var komið fyrir í kapellu í Sankti Pétursborg.
  • 1998 - Jarðskjálfti reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 2000 létust.
  • 1998 - Blóðbaðið í Klečka hófst.
  • 2000 - Bashar al-Assad varð forseti Sýrlands.
  • 2002 - Apple gaf út safn netþjónshugbúnaðar, .Mac.
  • 2006 - Sjávarflóð í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta við eyjuna Jövu í Indónesíu olli dauða 630 manns.
  • 2007 - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
  • 2007 - Öflugur jarðskjálfti í Niigata í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu.
  • 2009 - 9 létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Jakarta í Indónesíu.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
17. júlí
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?