For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Slóvenska.

Slóvenska

Kort sem sýnir landfræðilega dreifingu helstu mælenda slóvensku.

Slóvenska (slóvenska slovenski jezik eða slovenščina) er indó-evrópskt tungumál sem tilheyrir slavneskum tungumálum, nánar tiltekið suður-slavneskum tungumálum. Um 2,4 milljónir manna tala slóvensku, mestmegnis Slóvenar. Slóvenska hefur þá sérstöðu að vera eitt fárra tungumála sem notast við tvítölu. Þar sem Slóvenía er aðildarríki ESB er slóvenska eitt af 23 opinberum tungumálum þess.

Til slóvenskur teljast 48 fjölbreyttar mállýskur. Meðal frægustu rithöfunda sem skrifa á slóvensku eru Ivan Cankar og ljóskáldið France Prešeren. Meira en 100 þúsund íbúa Ítalíu tala slóvensku, 25 þúsund í Austurríki, 12-13 þúsund í Króatíu og um sex þúsund í Ungverjalandi.

Elsta heimild slavneskrar tungu eru Freising handritin sem talin eru hafa verið rituð einhvern tímann á bilinu 972 til 1093. Slóvensku í nútímalegri mynd varð vart á 16. öld í verkum Primož Trubar, Adam Bohorič og Jurij Dalmatin sem voru undir áhrifum Endurreisnarinnar. Á 19. öld þegar Slóvenía var hluti Austurrísk-ungverska keisaradæmisins talaði slóvenskur aðall þýsku og almúginn slóvensku. Slóvenska mótaðist því að nokkru leyti af þýsku, dæmi um tökuorð eru þýska nafnorðið Polster sem þýðir koddi og til eru tvö slóvensk orð yfir blazina og poušter. Annað dæmi er izvijač sem þýðir skrúfjárn og šrauf'ncigr sem á rætur sínar að rekja til þýska orðsins Schraubenzieher.

Vísinda- og fræðimenn notuðu gjarnan þýsku í verkum sínum fram á þriðja áratug 20. aldar. Menningarbylgjur Illyrisma, þjóðernishreyfing Króata, og Pan-Slavisma, sameinaðri þjóðernishreyfingu Slava, höfðu einnig áhrif á þróun slóvensku. Josip Jurčič einn fyrsti rithöfundur Slóvena sem skrifaði bækur á slóvensku nýtti serbnesk orð í bók sinni Tíundi bróðirinn sem kom út 1866.

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var Slóvenía hernumin af Öxulveldunum: Ítalíu, Þýskalandi og Ungverjalandi. Slóvensk menning var barin niður og áróðri dreift sem hvatti Slóvena til þess að tala þýsku. Eftir stríðið varð Slóvenía hluti af Júgóslavíu, í stjórnartíð Josip Broz Tito varð slóvenska eitt af opinberum tungumálum ríkisins og notuð á öllum sviðum daglegs lífs. Eina undantekningin var júgóslavneski herinn þar sem serbo-króatíska var notuð eingöngu. Þegar Slóvenía hlaut sjálfstæði 1991 varð slóvenska að opinberu tungumáli einnig innan slóvenska hersins.

Málfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Hvorki tiltekinn né ótiltekinn greinir. 6 föll; tækisfall og staðarfall auk þeirra fjögurra sem við þekkjum. Ekkert ávarpsfall.

  • Transmurska
  • Resianska
Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Slóvenska, frjálsa alfræðiritið

Saga tungumálsins

[breyta | breyta frumkóða]

Almennir tenglar tengdir slóvensku

[breyta | breyta frumkóða]

Slóvenska fyrir útlendinga

[breyta | breyta frumkóða]
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Slóvenska
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?