For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Rajiv Gandhi.

Rajiv Gandhi

Rajiv Gandhi
Rajiv Gandhi árið 1987.
Forsætisráðherra Indlands
Í embætti
31. október 1984 – 2. desember 1989
ForsetiZail Singh
R. Venkataraman
ForveriIndira Gandhi
EftirmaðurV. P. Singh
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. ágúst 1944
Mumbai, breska Indlandi
Látinn21. maí 1991 (46 ára) Sriperumbudur, Tamil Nadu, Indlandi
DánarorsökMyrtur
StjórnmálaflokkurIndverski þjóðarráðsflokkurinn
MakiSonia Gandhi (g. 1968)
BörnRahul Gandhi, Priyanka Gandhi Vadra
ForeldrarIndira Gandhi og Feroze Gandhi
StarfFlugmaður, stjórnmálamaður

Rajiv Ratna Gandhi (20. ágúst 1944 – 21. maí 1991) var indverskur stjórnmálamaður sem var sjötti forsætisráðherra Indlands frá 1984 til 1989. Hann tók við embætti eftir að móðir hans, forsætisráðherrann Indira Gandhi, var myrt árið 1984. Hann varð þar með yngsti forsætisráðherra Indlands, þá 40 ára.

Gandhi var meðlimur hinnar áhrifamiklu Nehru-Gandhi-fjölskyldu, sem var og er enn ráðandi innan indverska þjóðarráðsflokksins. Mestalla bernsku hans var móðurafi hans, Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra Indlands fyrir flokkinn. Gandhi gekk í háskóla á Bretlandi. Hann sneri aftur til Indlands árið 1966 og gerðist flugmaður fyrir ríkisrekna flugfélagið Indian Airlines. Árið 1968 giftist hann Soniu Gandhi. Hjónin settust að í Delí með börnum sínum, Rahul Gandhi og Priyanka Gandhi Vadra. Mestallan áttunda áratuginn var móðir hans, Indira Gandhi, forsætisráðherra og bróðir hans, Sanjay Gandhi, var þingmaður. Þrátt fyrir þetta hélt Rajiv Gandhi sig utan við stjórnmál. Eftir dauða Sanjay í flugslysi árið 1980 lét Rajiv með semingi undan þrýstingi móður sinnar að ganga inn í indversk stjórnmál. Næsta ár vann hann þingsæti bróður síns í Amethi-kjördæmi og varð meðlimur Lok Sabha, neðri deildar indverska þingsins.[1]

Í stjórnarþjálfun sinni var Rajiv gerður aðalritari þjóðarráðsflokksins og var falið ábyrgðarhlutverk í skipulagningu Asíuleikanna árið 1982.

Þann 31. október 1984 var móðir hans myrt af tveimur lífvörðum sínum. Síðar sama dag var Rajiv Gandhi útnefndur forsætisráðherra. Á næstu dögum var reynt á leiðtogahæfni hans er æstur múgur í Delhi kom af stað blóðugu uppþoti gegn Síkum í borginni. Næsta desember vann þjóðarráðsflokkurinn stórsigur í þingkosningum þar sem öll þjóðin fann til samúðar með honum vegna morðsins á Indiru Gandhi. Ráðherratíð Rajiv Gandhi einkenndist af deilumálum. Árið 1988 sneri Gandhi við valdaráni sem framið hafði verið á Maldíveyjum og vann sér þannig inn óvild Tamíltígranna. Rajiv Gandhi sendi einnig friðargæslusveitir til Srí Lanka árið 1987 og lenti þannig í enn frekari átökum við sveitir Tamíltígra þar í landi. Árið 1987 beið þar til flekklaus ímynd Gandhi mikinn skaða vegna Bofors-hneykslisins, þar sem hann og aðrir ráðamenn þjóðarráðsflokksins voru sakaðir um að taka við mútufé frá sænska vopnaframleiðandanum Bofors AB. Hneykslið leiddi til þess að flokkurinn beið mikinn ósigur í kosningunum árið 1989 og ráðherratíð Rajiv Gandhi lauk þar með.

Gandhi var áfram forseti þjóðarráðsflokksins til kosninga árisins 1991. Á meðan hann fór um landið í kosningabaráttunni var Gandhi myrtur í sjálfsmorðsárás Tamíltígra. Ekkja hans, Sonia Gandhi, gerðist forseti þjóðarráðsflokksins árið 1998 og leiddi flokkinn til sigurs í þingkosningum árin 2004 og 2009. Sonur þeirra, Rajul, er meðlimur á indverska þinginu og varð forseti indverska þjóðarráðsflokksins á eftir Soniu. Árið 1991 veitti indverska ríkisstjórnin Gandhi Bharat Ratna-verðlaunin, hæstu verðlaun sem hægt er að sæma almenna borgara. Gandhi var jafnframt sæmdur heiðursverðlaunum á indverskri leiðtogaráðstefnu árið 2009.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jóhanna Kristjónsdóttir (18. nóvember 1984). „Óráðin gáta en kannski aðsópsmeiri en menn hyggja“. Morgunblaðið. bls. 74.
  2. „Special award bestowed on Rajiv Gandhi“. The Hindu. 27. september 2009.


Fyrirrennari:
Indira Gandhi
Forsætisráðherra Indlands
(31. október 19842. desember 1989)
Eftirmaður:
V. P. Singh


{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Rajiv Gandhi
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?