For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Lýðveldið Feneyjar.

Lýðveldið Feneyjar

Hestarnir við Markúsarkirkjuna í Feneyjum eru ránsfengur frá Konstantínópel 1204

Lýðveldið Feneyjar var ríki á Norðaustur-Ítalíu með Feneyjar sem höfuðborg. Lýðveldið var um tíma stórveldi við Adríahaf sem hagnaðist mjög á verslun við Mið-Austurlönd. Verndardýrlingur borgarinnar er Markús guðspjallamaður og merki borgarinnar því vængjað ljón, tákn Markúsar. Borginni stýrði hertogi (dux, sem síðar varð doge). Borgarráð, sem í sátu fulltrúar valdamestu fjölskylda borgarinnar, kaus hertogann hverju sinni. Stjórn borgarinnar var í raun blanda af einræði, fámennisræði og (mjög takmörkuðu) „lýðræði“ þótt hún væri skilgreind sem lýðveldi.

Samkvæmt arfsögn kusu íbúar borgarinnar Anafestus Paulicius sem hertoga (dux) árið 697 og er stofnár lýðveldisins miðað við það. Fyrsti hertoginn sem sögulegar heimildir eru til um var Orso Ipato sem var kjörinn 726 og fékk titlana hypatos og dux frá keisaranum í Konstantínópel sem lýðveldið heyrði undir að nafninu til. Í friðarsamningum milli Karlamagnúsar og Nikófórosar 1. keisara 803 var sjálfstæði borgarinnar formlega viðurkennt. Nokkrum árum síðar stálu feneyskir kaupmenn líkamsleifum Markúsar guðspjallamanns frá Alexandríu í Egyptalandi og færðu borginni sem gerði hann að verndardýrlingi sínum.

Á hámiðöldum auðgaðist borgin gríðarlega á verslun milli Evrópu og Mið-Austurlanda. Borgin tók þátt í krossferðunum og fékk þá hlut í ríkulegum ránsfeng. Á þessum tíma eignaðist lýðveldið nýlendur í Eyjahafi og á 15. öld lagði það undir sig strandhéruð á Ítalíu og strönd Dalmatíu. Það lenti þó brátt upp á kant við Tyrkjaveldi og missti héruð sín í austanverðu Miðjarðarhafi og í Grikklandi. Vegna árása Tyrkja og átaka við páfa tók lýðveldinu að hnigna. Þegar Napoléon Bónaparte réðst með her sinn yfir Alpafjöll misstu Feneyingar flest héruð sín á Ítalíu, ásamt því sem eftir var af löndum þeirra handan hafsins, til Frakka en borgin féll í hendur Austurríkismanna árið 1797.

{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Lýðveldið Feneyjar
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?