For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Kynþáttahatur.

Kynþáttahatur

Kynþáttahatur er að finna til andúðar á tilteknum hópi fólks sem skilgreindur er út frá kynþætti. Kynþáttahatur liggur oft þjóðernisátökum til grundvallar.

Kynþáttahatur er sú hugmynd að kynþættir mannkyns séu eðlisólíkir og eru þá sumir kynþættir taldir öðrum æðri. Vísindaleg kynþáttahyggja er söguleg undirrót rasisma en hann birtist oftast sem kynþáttahatur eða kynþáttafordómar og getur leitt til mismununar á grundvelli kynþáttar. Greinarmunur er gerður á kynþáttahatri og útlendingaótta þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum .[1] Þá hefur orðið hversdagsrasismi einnig verið kynnt til sögunnar „til að sýna fram á hvernig kerfisbundinn rasismi endurnýjast að miklu leyti í gegnum rútínu eða hversdagslega hegðun, sem tekin er sem sjálfsögð í daglegu lífi“.[2]

Kynþáttahyggja lá til grundvallar kerfisbundinni mismunun í Bandaríkjunum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu og Apartheid stefnunnar í Suður-Afríku. Kynþáttahyggja var einnig drjúgur hluti af hugmyndalegum grundvelli þjóðarmorða á borð við helförina og útrýmingu indíána í Ameríku og tengdist heimsvaldastefnu nánum böndum í Suður-Ameríku og Afríku, Asíu og Ástralíu. Hugmyndafræðileg kynþáttahyggja er alþjóðlega fordæmd af Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kynþáttahyggja á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða skýrsla Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum

[breyta | breyta frumkóða]

Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum (The European Commission against Racism and Intolerance, ECRI) var sett á laggirnar árið 1993. Nefndin skilar árlegri skýrslu til Evrópulanda um þau merki sem í löndunum má finna um kynþáttahyggju, ásamt ábendingum til stjórnvalda um úrbætur.[3] Fjórða skýrsla nefndarinnar um stöðu mála á Íslandi kom út árið 2012. Er þar sagt að einhverjar framfarir hafi átt sér stað frá því nefndin skilaði þriðju skýrslunni árið 2007 en einnig gerðar eftirfarandi athugasemdir, meðal annarra:

  1. Ísland hafi ekki sett á laggirnar sérstaka stofnun til að berjast við mismunun „á grundvelli 'kynþáttar', hörundslitar, tungumáls, þjóðernis eða svæðisbundins uppruna.
  2. Minniháttar afbrot geti útilokað tilkall fólks til ríkisborgararéttar. Þá sé krafist kunnáttu í íslenskri tungu til að geta öðlast ríkisborgararétt, en fjárveitingar til íslenskunáms fyrir útlendinga hafi verið skertar.
  3. Í fjölmiðlum sé oft getið ríkisfangs eða uppruna fólks.
  4. Börn innflytjenda hrekist frekar úr námi í menntaskólum en nemendur af íslenskum uppruna.
  5. Hælisleitendur geti enn ekki áfrýjað ákvörðunum í málum sínum til sjálfstæðs og óháðs úrskurðaraðila. Börn á skólaskyldualdri sem stödd eru í umsóknarferli um hæli hafi ekki öll aðgang að námi.
  6. Enn séu engin úrræði til að rannsaka ásakanir um misbeitingu lögregluvalds, óháð lögreglunni og ákæruvaldinu.[4]

Þá er í tillögunum lögð sérstök áhersla á að yfirvöld styrki þjálfun lögregluliðs, ákæruvalds, dómara og lögfræðinga í að fást við mál sem snúa að rasisma og rasískri mismunun og hvernig bera megi kennsl á rasísk tilefni afbrota.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sbr. „… en hún afþakkaði verðlaunin vegna rasisma og and-islamisma sem finna mátti í aðdraganda göngunnar,“ úr svari Vísindavefsins við spurningu um Judith Butler.
  2. Um birtingarmyndir dulinna fordóma og mismununar, skýrsla unnin af InterCultural Iceland, 2012, styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála, Velferðarráðuneytinu. Bls. 9.
  3. Umfjöllun um starfsemi og skýrslur ECRI, á íslensku, frá árinu 2010
  4. 4,0 4,1 Skýrsla ECRI um Ísland (fjórða eftirlitslota) Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine, Evrópuráðið 2012 (íslensk þýðing)


  Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Kynþáttahatur
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?