For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Hermann Alexander Diels.

Hermann Alexander Diels

Hermann Alexander Diels

Hermann Alexander Diels (18. maí 18484. júní 1922) var þýksur fornfræðingur og textafræðingur.

Diels er þekktastur fyrir útgáfu sína á brotum frumherja grískrar heimspeki (hinna svonefndu fovera Sókratesar) og vitnisburði um þá.[1] Ritið, sem nefnist Die Fragmente der Vorsokratiker (Brot forvera Sókratesar) er enn talið undirstöðurit.[2] Ritið er í þremur bindum. Í ritinu er safnað saman öllum brotum forvera Sókratesar úr ritum þeirra (sem nú eru flest glötuð) auk vitnisburði um þá, sem varðveittur er í yngri höfundum ásamt þýskri þýðingu brotanna. Vitnisburðurinn kallast „A-brot“ en sjálf brotin (þ.e. beinar tilvitnanir) kallast „B-brot“. Þessi aðferð Diels til að auðkenna brot og vitnisburð heimspekinganna hefur orðið að hefðbundinni leið til þess að vísa til brota frumherjanna og kallast DK-tölur.

Til dæmis vitna Sextos Empeirikos og Simplikkíos í ljóðlínur sem taldar eru vera upphafið af kvæði Parmenídesar. Í safni Diels er brotið merkt 28B1 — þ.e. kafli 28, hluti B, brot 1. Talan 28 vísar til Parmenídesar (sem Diels helgar 28. kafla í riti sínu), stafurinn B gefur til kynna að um brot (þ.e. tilvitnun) er að ræða en ekki vitnisburð, og talan 1 gefur til kynna að brotið er það fyrsta í röðinni af brotum Parmenídesar í safni Diels. Á hinn bóginn er upphafið af greinargerð Platons (í samræðunni Parmenídes 127 o.áfr.) fyrir meintri heimsókn Parmenídesar og Zenon til Aþenu auðkennt 29A11 í safni Diels. Talan 29 vísar til Zenons (sem er helgaður næsti kafli á eftir Parmenídesi í riti Diels), enda ræðir Platon meira um Zenon en Parmenídes í þessum tilteknu línum; bókstafurinn A gefur til kynna að um vitnisburð um Zenon er að ræða en ekki brot úr riti eftir Zenon, og talan 11 þýðir að vitnisburðurinn er sá 11. í röðinni um Zenon í riti Diels.

Diels raðaði heimspekingunum í grófa tímaröð en innan hvers kafla er brotunum raðað í stafrófsröð eftir heimildunum fyrir þeim. Venjulega er vísað til brotanna með því að skeyta „Diels-Kranz“ eða „DK“ fyrir framan, t.d. „Diels-Kranz 28B1“ eða „DK 28B1“.

Þrátt fyrir mikilvægi rits Diels greinir fræðimenn enn á um meðferð hans á ýmsum britanna, t.d. hvort þau séu réttilega flokkuð sem A eða B-brot (þ.e. hort þau séu bein tilvitnun eða ekki). Í ritinu er vitaskuld ekki að finna brot sem hafa uppgötvast eftir að ritið kom út, t.a.m. þau sem eru varðveitt á Strasbourg-papyrusnum (gefinn út 1998), þar sem er að finna fimm áður óþekkt brot úr kvæði eftir Empedókles. (Þau virðast vera áframhald af brotinu DK 31B17.)

Enska þýðingu á öllum B-brotum í Diels-Kranz er að finna hjá Kathleen Freeman, Ancilla to the Pre-Socratic Philosophers (Oxford, 1948; Harvard U.niversity Press, 1957), en hún byggir á 5. útgáfunni á riti Diels og því er röðin á brotunum örlítið frábrugðin.

Helstu rit Diels

[breyta | breyta frumkóða]
  • Doxographi Graeci (Berlín, 1879)
  • Poetarum Philosophorum Fragmenta (Berlín, 1901).
  • Die Fragmente der Vorsokratiker (Berlín, 1903), 6. útg. endurskoðuð af Walther Kranz (Berlín, 1952).

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sjálft hugtakið forverar Sókratesar (Vorsokratiker á þýsku) á rætur að rekja til rits Diels.
  2. Það kom fyrst út árið 1903 en Diles jók sjálfur við ritið þrisvar sinnum. 5. útgáfa (1934-7) var endurskoðuð af Walther Kranz en lítillega endurbætt 6. útgáfa kom út 1952.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Hermann Alexander Diels
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?