For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Halldóra Bjarnadóttir.

Halldóra Bjarnadóttir

Halldóra Bjarnadóttir (fædd 14. október 1873 að Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, dó 28. nóvember 1981 á Blönduósi) var skólastjóri barnaskólans á Akureyri, fyrsti formaður Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri tímaritsins Hlínar.

Foreldrar Halldóru voru Bjarni Jónasson bóndi á Hofi í Vatnsdal og Björg Jónsdóttir. Þau skildu og fór faðir hennar til Vesturheims árið 1883. Halldóra fylgdi móður sinni og fluttu þær til Reykjavíkur á heimili Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara sem var frændi hennar. Halldóra fékk áhuga á handavinnu og heimilisiðnaði og fór til náms í Noregi árið 1896 og lauk kennaraprófi þar árið 1899. Hún fór þá til Íslands og kenndi við barnaskólann í Reykjavík en sneri aftur til Noregs og var þar við kennslu 1901 til 1908 m.a. í bænum Moss. Árið 1908 kom hún til Íslands og gerðist skólastjóri Barnaskólans á Akureyri.

Halldóra leiddi framboðslista kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri árið 1921 og náði kjöri. Hún sagði hins vegar af sér bæjarfulltrúastarfinu tveimur árum síðar.

Halldóra flutti síðar til Reykjavíkur og varð stundakennari við Kennaraskóla Íslands í handavinnu og ráðunautur almennings í heimilisiðnaði frá 1922.

Árið 1937 fór hún til Vesturheims og stóð þar fyrir mikilli heimilisiðnaðarsýningu á vegum Vestur-Íslendinga. Árið 1946 stofnaði Halldóra Tóvinnuskólann á Svalbarði við Eyjafjörð og starfaði þar til ársins 1955. Hún stóð fyrir sýningum á Íslandi og erlendis og var ritstjóri ársritsins Hlín en það rit kom fyrst út árið 1917.

Árið 1955 flutti Halldóra á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi og dvaldi þar til dauðadags 1981. Hún var eftir sem áður ritstjóri Hlínar og var einnig formaður Sambands norðlenskra kvenna og var mikilvirk í bréfaskrifum og ritaði Vefnaðarbókina sem koma út árið 1966.

Halldóra var kjörinn fyrsti heiðurborgari Blönduóss á 100 afmæli sínu.

Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1931 og stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1971.

Halldóra gaf eigur sínar og safn hannyrða til heimilisiðnaðarsafns Sambands norðlenskra kvenna á Blönduósi.

{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Halldóra Bjarnadóttir
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?