For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Höfuðlús.

Höfuðlús

Höfuðlús

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Psocodea
Ætt: Pediculidae
Ættkvísl: Pediculus
Tegund:
P. humanus

Undirtegundir:

P. h. capitis

Þrínefni
Pediculus humanus capitis
(De Geer, 1767)
Teikning af höfuðlús eftir Des Helmore

Höfuðlús (Pediculus humanus capitis) er sníkjudýr sem lifir í hári manna.[1] Höfuðlýs eru vængjalaus skordýr sem eyða öllum sínum lífsferli á höfði manna þar sem þær nærast á mannsblóði sem er þeirra eina fæða.[1] Menn eru einu þekktu hýslar höfuðlúsar en simpansar og bónóbóapar hýsa náskylda tegund, Pediculus schaeffi. Aðrar tegundir lúsar sýkja flestar tegundir spendýra og allar tegundir fugla.

Lýs eru frábrugðnar öðrum blóðætum eins og flóm að því leyti að þær eyða öllu lífi sínu á hýsli.[2] Höfuðlýs geta ekki flogið, og fætur þeirra eru svo stuttir að þær geta ekki stokkið og eiga erfitt með gang á sléttu yfirborði.[2]

Höfuðlús ber ekki með sér sjúkdóma, ólíkt hinni náskyldu fatalús (Pediculus humanus humanus). Höfuðlús og fatalús eru nánast eins í útliti en æxlast ekki sín á milli með því að kjósa að festa egg við höfuðhár frekar en föt. Erfðafræðirannsókniri hafa leitt í ljós að höfuðlýs og fatalýs aðskildust fyrir um 30.000-110.000 árum þegar margir menn tóku að klæðast fötum að verulegu ráði.[3][4] Mun fjarskyldari fatalús er flatlús (Pthirus pubis) sem sýkir einnig menn. Flatlýs eru nokkuð frábrugðnar höfuðlús og flatalús í útliti en líkjast meir þeim tegundum lísa sem sýkja aðrar tegundir prímata.[5]

Þegar höfuðlúsasmit koma upp er yfirleitt gripið til þeirra ráða að reyna að útrýma þeim, sérstaklega þegar þau verða meðal barna. Þótt höfuðlýs beri ekki sjúkdóma, geta komið upp sýkingar í bitför höfuðlúsa ef klórað er í bitin, en slíkt er þó sjaldgæft. Höfuðlúsasmit gætu gagnast hýslinum með því að efla ónæmiskerfi hans gegn lúsasmitum sem hjálpar honum að verja sig gegn fatalúsum sem geta borið hættulega sjúkdóma.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Buxton, Patrick A. (1947). „The biology of Pediculus humanus“. The Louse; an account of the lice which infest man, their medical importance and control (2nd. útgáfa). London: Edward Arnold. bls. 24–72.
  2. 2,0 2,1 Maunder, J. W. (1983). „The Appreciation of Lice“. Proceedings of the Royal Institution of Great Britain. 55: 1–31.
  3. Kittler R, Kayser M, Stoneking M (ágúst 2003). „Molecular evolution of Pediculus humanus and the origin of clothing“. Current Biology. 13 (16): 1414–7. doi:10.1016/S0960-9822(03)00507-4. PMID 12932325.
  4. Stoneking, Mark (29. desember 2004). „Erratum: Molecular Evolution of Pediculus humanus and the Origin of Clothing“. Current Biology. 14 (24): 2309. doi:10.1016/j.cub.2004.12.024.
  5. Buxton, Patrick A. (1947). „The crab louse Phthirus pubis“. The Louse; an account of the lice which infest man, their medical importance and control (2nd. útgáfa). London: Edward Arnold. bls. 136–141.
  6. Rozsa, L; Apari, P. (2012). „Why infest the loved ones – inherent human behaviour indicates former mutualism with head lice“ (PDF). Parasitology. 139 (6): 696–700. doi:10.1017/s0031182012000017. PMID 22309598.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Höfuðlús
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?