For faster navigation, this Iframe is preloading the Wikiwand page for Björgúlfur Ólafsson.

Björgúlfur Ólafsson

Björgúlfur Aðalsteinn Ólafsson
Fæddur1. mars 1882
Mávahlíð, Snæfellsnesi
Dáinn15. febrúar 1973 (90 ára)
ÞjóðerniÍslenskt
MenntunKaupmannahafnarháskóli
TitillLæknir
MakiÞórunn Benediktsdóttir
(9. júní 1893 - 29. nóv. 1981)
(g. 15. apríl 1915)[1]
BörnSigrún, Ása, Egill, Þórunn og Ólafur[2]
ForeldrarGuðbjörg Melkjörsdóttir og Ólafur Jónsson

Björgúlfur Aðalsteinn Ólafsson (1. mars 1882 – 15. febrúar 1973) var íslenskur læknir, rithöfundur, þýðandi og frumkvöðull. Hann starfaði lengi sem læknir í nýlenduher Hollendinga, var helsti framámaðurinn í stofnun Skeljungs hf. og bjó við heimkomuna á Bessastöðum í tólf ár.

Hann var fæddur á Snæfellsnesi og ólst upp að hluta til í Ólafsvík. Vorið 1903 fór Björgúlfur til Vestmannaeyja til að kenna knattspyrnu og stofnaði Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV) sem tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu 9 árum síðar árið 1912. Félagið skipti síðar um nafn og heitir ÍBV í dag.

Björgúlfur var herlæknir í nýlenduher Hollendinga í Austur-Indíu 1913 – 1917. Hann kynnti sér hitabeltissjúkdóma á hermannasjúkrahúsi í Tjimahi á Jövu 1913 – 1914, var herdeildarlæknir á Borneó 1914 – 1917. Þá var hann læknir í Singapore 1917 – 1926 en fluttist eftir það til Íslands. Hann var formaður Rauða kross Íslands um skeið.[3]

Björgúlfur nýtti sér hollensk sambönd sín við heimkomuna til Íslands og stofnaði Shell á Íslandi (nú Skeljungur) árið 1928, fékk hann til liðs við sig öfluga menn úr íslensku viðskiptalífi. Björgúlfur var stjórnarformaður Shell á Íslandi í rúma tvo áratugi.[4]

Björgúlfur frumsamdi sex bækur og kom sú fyrsta, Frá Malaja-löndum, út 1936. Þegar hún kom út var Björgúlfur kominn á sextugsaldur. Síðan koma bækurnar Sígræn sólarlönd, tvær bækur í bókaflokknum: Lönd og lýðir. Þær eru Indíalönd og Ástralía og Suðurhafseyjar. Seinasta frumsamda bókin hans kom út árið 1966, endurminningar frá ýmsum tímum æviskeiðsins og bar titilinn: Æskufjör og ferðagaman.

Björgúlfur þýddi einnig bækur. Þar á meðal: Þú hefur sigrað, Galilei, eftir Dmítríj Merezhkovskíj og Leonardo da Vinci, eftir sama höfund. Einnig þýddi hannn: Rembrandt eftir Hollendinginn Theun de Vries og einnig Kamelíufrúna eftir Alexandre Dumas yngri og Maríukirkjuna í París eftir Victor Hugo.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


  1. https://timarit.is/page/1440164?iabr=on#page/n21/mode/2up/search/bj%C3%B6rg%C3%BAlfur%20%C3%B3lafsson
  2. https://timarit.is/page/1440012?iabr=on#page/n21/mode/2up/search/bj%C3%B6rg%C3%BAlfur%20%C3%B3lafsson
  3. https://timarit.is/page/1440035?iabr=on#page/n12/mode/2up/search/bj%C3%B6rg%C3%BAlfur%20%C3%B3lafsson
  4. „Vísir - 10. tölublað (14.01.1953) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. febrúar 2021.
{{bottomLinkPreText}} {{bottomLinkText}}
Björgúlfur Ólafsson
Listen to this article

This browser is not supported by Wikiwand :(
Wikiwand requires a browser with modern capabilities in order to provide you with the best reading experience.
Please download and use one of the following browsers:

This article was just edited, click to reload
This article has been deleted on Wikipedia (Why?)

Back to homepage

Please click Add in the dialog above
Please click Allow in the top-left corner,
then click Install Now in the dialog
Please click Open in the download dialog,
then click Install
Please click the "Downloads" icon in the Safari toolbar, open the first download in the list,
then click Install
{{::$root.activation.text}}

Install Wikiwand

Install on Chrome Install on Firefox
Don't forget to rate us

Tell your friends about Wikiwand!

Gmail Facebook Twitter Link

Enjoying Wikiwand?

Tell your friends and spread the love:
Share on Gmail Share on Facebook Share on Twitter Share on Buffer

Our magic isn't perfect

You can help our automatic cover photo selection by reporting an unsuitable photo.

This photo is visually disturbing This photo is not a good choice

Thank you for helping!


Your input will affect cover photo selection, along with input from other users.

X

Get ready for Wikiwand 2.0 🎉! the new version arrives on September 1st! Don't want to wait?